Nú er pilturinn okkar orðinn 8 daga gamall og braggast vel. Hann er drekkur og drekkur og Sólrún fær varla frið til að hvíla sig.

Kosningar eru hjá og þingmenn geta nú hætt að hugsa um alþýðuna og planað í hvað 19% fara. Einnig er fróðlegt að sjá að ástarsamband Davíðs og Halldórs hefur ekki beðið hnekki og var bara nokkuð mikil ást þeim í millum þegar þeir voru mættir í sjónvarpssal að gera upp kosningarnar. Sigurvegari kosninganna er líklega enginn. Framsókn náði sínu þriðja lakasta fylgi, Sjallar töpuðu fylgi og táknrænt er að Davíð er ekki fyrsti þingmaður Rvíkur. Vinstri Grænir, mínir menn, héldu í horfinu sem verður að teljast lélegt þar sem þeir voru í stjórnarandstöðu. Samfó náði ekki takmarki sínu sem var að fella stjórnina og ná Sollu inn, en Margrét Freemans reddar því.

Fjölskyldan mun halda til Vestmannaeyja þann 24. maí næstkomandi og taka að okku barnagæslu fyrir Hlöðver bróður Sólrúnar. Við verðum því með 6 börn í heimili í rúma viku. Ég hlakka til að hitta Steina, Guðrúnu og dætur,
Þetta verður ágætis tilbreyting og okkar eina ferðalag á þessu ári.

Helgi vinur er nú farinn til Sverige og verður væntanlega þar í einhver ár.

kveðja í bili.

Arnar

Ummæli

Vinsælar færslur